Sálgæsla presta og djákna á LSH býður til fræðslu í Blásölum, á 7. hæð í E álmu Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 15. febrúar 2012, kl. 10:00-13:00. Allir eru velkomnir.
Dagskrá:
10:00-10:20 Kynning á sálgæslu presta og djákna á LSH
Sr. Ingileif Malmberg
10:20-10:50 Að horfa reiður um öxl - um mikilvægi þess að sættast
Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson
10:50-11:20 Er lífið nokkuð annað en endalaus viðleitni ..... til að lifa og dafna? - stuðningur við langveika og aðstandendur
Rósa Kristjánsdóttir djákni
11:20-11:50 Sælla er að gefa en þiggja - um líffæragjafir úr látnum gjafara og helgihald til huggunar
Sr. Sigfinnur Þorleifsson
11:50-12:20 Hvað má, hvað á, hvar og hvenær? - þagnarskyldan frá sjónarhóli sálgæslunnar
Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson
12:20 Umræður
Lokaorð: Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á LSH