Tíu ungum starfsmönnum Landspítala sem stunda klínískar rannsóknir á spítalanum voru afhentir styrkir úr Vísindasjóði LSH við athöfn í Hringsal 20. desember 2011. Það er í fyrsta skipti sem slíkir styrkir eru veittir á Landspítala. Hver styrkur nemur einni milljón króna og gerðu ungu vísindamennirnir grein fyrir fjölbreyttum rannsóknum sínum í stuttu máli. Markmið styrkjanna er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja rannsóknarvirkni ungra starfsmanna.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra voru viðstaddir afhendingu styrkjanna til þessa glæsilega hóps ungs vísindafólks.
Styrkþegar og rannsóknir:
Ása Guðrún Kristjánsdóttir næringafræðingur
Fæðuvenjur kvenna með lotugræðgi (bulimia nervosa BN) og ótilgreinda átröskun (Meðumsækjandi: Inga Þórsdóttir næringarfræðingur)
Ásbjörg Geirsdóttir læknir
Súrefnisbúskapur í aldursbundinni hrörnun í augnbotnum (Meðumsækjandi: Einar Stefánsson læknir)
Brynja Björk Magnúsdóttir sálfræðingur
Áhrif eintakabreytileika í erfðamenginu á frammistöðu á taugasálfræðiprófum í þýði sjúklinga með geðklofa og stöðlun sömu taugasálfræðiprófa (Meðumsækjandi: Engilbert Sigurðsson læknir)
Erna Sif Arnarsdóttir náttúrufræðingur
Svefn- og öndunartruflanir hjá almennu þýði_Evrópukönnunin Lungu og Heilsa og eftirfylgd (Meðumsækjandi: Þórarinn Gíslason læknir)
Freyja Valsdóttir lífeindafræðingur
Sameindalíffræðileg rannsókn á ónæmum bakteríum úr faraldri á Landspítala 2002-2011: Skyldleikarannsókn og plasmíð greiningar í K. pneumoniae og E. Coli (Meðumsækjandi: Ingibjörg Hilmarsdóttir læknir)
Magnús Jóhannsson sálfræðingur
Tengsl heilarita, hugrænnar færni og líffræðilegra skilmerkja í greiningu Alzheimersjúkdóms (Meðumsækjandi: Jón Snædal læknir)
Martin Ingi Sigurðsson læknir
Erfðaþættir bráðra líffærabilana (Meðumsækjandi: Gísli H. Sigurðsson læknir)
Ómar Sigurvin Gunnarsson læknir
Meðgöngusykursýki á Íslandi (Meðumsækjandi: Hildur Harðardóttir læknir)
Ragnar Pálsson læknir
Þáttur lungnaþekju í lungnatrefjun (Meðumsækjandi: Gunnar Guðmundsson læknir)
Sandra Dís Steinþórsdóttir læknir
Blóðþrýstingur í 9-10 ára börnum á Íslandi. Algengi háþrýstings, ástæður og fylgikvillar (Meðumsækjandi: Viðar Örn Eðvarðsson læknir)