Í stað árlegs jólaglaðnings til starfsmanna færði heilbrigðissvið Icepharma talmeinaþjónustu Landspítala að gjöf sérhæft raförvunartæki af gerðinni Myomed frá Enraf Nonius. Helstu eiginleikar tækisins er að það getur greint rafboð í vöðum og þar með gefið sjúklingi svörun við þjálfun sem hann stundar. Tækið er fyrst og fremst ætlað til þjálfunar kyngingarvöðva hjá sjúklingum sem eiga við kyngingartregðu (dysphagiu) að stríða.
Mynd: Á myndinni eru Elísabet Arnardóttir yfirtalmeinafræðingur, Sigríður Magnúsdóttir talmeinafræðingur, Sigríður Guðmundsdóttir deildarstjóri, Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur, Karl Brune frá Icepharma, Sigrún Garðarsdóttir yfiriðjuþjálfi og Stefán Yngvason yfirlæknir.