Thorvaldsenskonur hafa fært Barnaspítala Hringsins tvær milljónir króna að gjöf. Féð rennur í Thorvaldsenssjóðinn sem var stofnaður til styrktar málefnum barna og unglinga með sykursýki.
Sjóðurinn hefur frá stofnun hans í nóvember 2003 styrkt árlegt sumarbúðastarf fyrir börn og unglinga með sykursýki og gert mögulegt að fjármagna viðveru fagfólks (lækna og hjúkrunarfræðinga ) í sumarbúðunum.
Styrkir hafa verið veittir til tækjakaupa, fagfólk hefur verið styrkt til viðhaldsmenntunar og styrkir veittir til gæðaverkefna sem snúast um að bæta sykurstjórnun þeirra ungmenna sem fá þjónustu frá göngudeild Barnaspítalans. Á árinu 2011 var veittur styrkur til útgáfu fræðsluefnis fyrir ungt fólk með sykursýki.