Hvatningarstyrkir Vísindasjóðs Landspítala voru afhentir við athöfn í Hringsal 1. desember 2011. Meðal viðstaddra var Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.
Þrír styrkir voru veittir sterkum rannsóknarhópum á spítalanum. Hver þeirra nemur þremur milljónum króna. Styrkina hlutu Einar Stefán Björnsson, Inga Þórsdóttir og Karl Kristinsson og gerðu þau grein fyrir rannsóknum sínum.
Dr. Einar Stefán Björnsson, yfirlæknir og prófessor:
Skimun fyrir blæðingum frá meltingarvegi hjá sjúklingum sem eru á blóðþynningarmeðferð með Kovar (Warfarin)
Dr. Inga Þórsdóttir, forstöðumaður næringarstofu, prófessor, Rannsóknastofa í næringarfræði:
Næring ungbarna - Framsæ langtímarannsókn á landsúrtaki
Dr. Karl Kristinsson, yfirlæknir og prófessor, sýklafræðideild:
Áhrif pneumókokkabólusetninga á sameindafaraldsfræði pneumókokka og sýkingartíðni