Sony Center í Kringlunni hefur fært Hreiðrinu á Landspítala að gjöf hágæða 40“ LCD sjónvarp.
Hreiðrið er fæðingar- og skammtíma sængurlegudeild fyrir konur í eðlilegu fæðingarferli. Þar geta þær fætt og dvalið ásamt maka sínum eða öðrum stuðningsaðila. Í Hreiðrinu er setustofa þar sem ríkir heimilislegt andrúmsloft og þar geta foreldrar sest niður, fengið sér góða næringu og horft saman á sjónvarpið eða fræðsluefni um brjóstagjöf og annað sem við kemur nýburanum. Með nýja sjónvarpinu er hægt að bjóða foreldrum að horfa á myndefni í mun betri gæðum en áður og gjöfin var því kærkomin.
Ljósmynd: Guðrún Gunnlaugsdóttir ljósmóðir, Rósa Guðný Bragadóttir deildarstjóri Hreiðursins og Stefán Svan Stefánsson verslunarstjóri Sony Centre. Sjónvarpið var afhent 16. nóvember 2011.