Sylvía Ingbergsdóttir hefur verið ráðin til að leysa af í eitt ár sem deildarstjóri á deild 12 á Kleppi.
Sylvía útskrifaðist með BS í hjúkrunarfræði 1992 og er með meistaramenntun í geðhjúkrun. Hún starfaði við geðendurhæfingu á geðsviði Reykjalundar frá árinu 1994 þar til að hún hóf störf á geðsviði Landspítala 2008. Sylvía hefur einnig lokið starfsnámi til sérfræðingsréttinda í hjúkrunarfræði á Landspítala og tveggja ára námi í hugrænni atferlismeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands og Oxford Cognitive Centre.
Frá því að Sylvía fékk sérfræðingsréttindi hefur hún starfað sem sérfræðingur í hjúkrun á geðsviði Landspítala, ferli- og bráðaþjónustu. Hún hefur einnig verið stundakennari í geðhjúkrun við Háskóla Íslands.