Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur hefur fært leikstofu Barnaspítala Hringsins að gjöf tvær bækur um Rafael, engilinn sem valdi að koma til jarðarinnar. Ásthildur er höfundur bókarinnar.
Rafael fjallar um engil sem leið illa þegar hann sá þjáningar barnanna sem búa á jörðinni. Hann fær þess vegna leyfi til þess að heimsækja jörðina. Hlutverk Rafaels er að hálpa börnum að takast á við ótta, einmanaleika, öfund, einelti og námsörðugleika. Hann veitir þeim m.a. stuðning, samþykki og síðast en ekki síst kærleika. Þessi umhyggjusami engill hjálpar börnum að skilja eigin tilfinningar og kennir þeim að takast á við þær á uppbyggilegan hátt. Bókin um Rafael hjálpar líka fólki að skilja að við erum öll mannleg en hver manneskja einstök.