Lionsklúbburinn Njörður hefur afhent þremur deildum á á lyflækningasviði Landspítala veglegar gjafir. Bráðaöldrunarlækningadeild B4 fékk blöðruskanna, líknardeildin á Landakoti tvær lyfjadælur og Hjartagátt hjartasírita. Þessar gjafir koma sér vel og munu bæta meðferð þeirra sjúklinga sem leita á viðkomandi deildir.
Á myndinni eru Björn Zoëga forstjóri, Sigrún Lind Egilsdóttir, deildarstjóri á bráðaöldrunarlækningadeild B4, Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri á Hjartagátt, Steinar Pedersen, fráfarandi formaður Lionsklúbbsins Njarðar, og Bryndís Gestsdóttir, deildarstjóri á líknardeildinni á Landakoti.