Dr. Asako Matsubara frá Japan kom til Íslands í september 2011 í þeim tilgangi einum að kynna sér starfsemina í kringum Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral Evaluation (A-ONE) matstækið á Landspítala Grensási.
Dr. Asako undirbýr komu A-ONE til Japan með þýðingum á öllu tiltæku efni og fyrirlestrahaldi en síðastliðið sumar hafði hún ferðast til Toronto í Kanada til að sækja fimm daga þjálfunarnámskeið um A-ONE, haldið af dr. Glen Gillen frá Kólumbíu háskóla í New York. Áætlað er að halda fyrsta námskeiðið í Japan næsta haust, nokkru fyrir næstu heimsráðstefnu iðjuþjálfa sem haldin verður í Japan 2014.
Í Japan eru rúmlega 57 þúsund skráðir iðjuþjálfar. Á meðfylgjandi mynd sýnir dr. Asako Guðrúnu Árnadóttur grein um A-ONE sem birtist í japönsku tímariti. Í nóvember er von á iðjuþjálfa frá Ítalíu í heimsókn á Grensás í sömu erindagjörðum en fyrsta A-ONE þjálfunarnámskeiðið á Ítalíu er auglýst næsta vor.