Vökudeild 23D, nýburagjörgæslu Barnaspítala Hringsins, hefur borist að gjöf höggmyndin Sköpun frá listamanninum Magnúsi Th. Magnússyni eða Tedda sem er einn af þekktari myndlistarmönnum þjóðarinnar. Hann segist hafa miklar mætur á deildinni og starfsfólki hennar og skynji þar mjög gott andrúmsloft. Hann vilji með gjöfinni koma á framfæri persónulegu þakklæti til starfsfólks vökudeildar fyrir þá umönnun og handleiðslu sem skipti sköpum á fyrstu vikum í lífi barnabarna hans, tvíbura sem fæddust fyrir tímann 2007 og dvöldu á deildinni í sex vikur. Þau börn standi honum og konu hans afar nærri hjarta og gjöfinni fylgi óskir til starfsfólks deildarinnar um gott gengi við að hlúa að lífi, oft í erfiðum aðstæðum.
Leit
Loka