Námskeiðið APHON-peadiatric Chemotherapy and Biotherapy Therapy Provider Corse var haldið dagana 6. og 7. október 2011 við Barnaspítala Hringsins. Þetta er námskeið um krabbameinslyf og umgengi við þau, fyrir hjúkrunarfræðinga sem vinna á barnadeildum þar sem gefin eru slík lyf.
Námskeiðið sóttu 24 hjúkrunarfræðingar og lauk því með prófi sem gefur réttindi frá APHON (Association of Hematology/Oncology Nurses) sem gildir í tvö ár. Hver nemandi fær að auki til eignar kennslu- og uppflettibók sem á eftir að nýtast í starfi á Barnaspítala Hringsins.
Rausnarlegur stuðningur Friðrikssjóðs og Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna gerði mögulegt að fá hingað Colleen Nixon, hjúkrunarfræðing frá Boston, til að halda þetta námskeið.