Íslensk iðjuþjálfun um allan heim - veggspjaldasýning í Háskólabíói 23. september 2011
Verkefnið fjallar um þróun (fræðilegan
bakgrunn/rannsóknir) og útbreiðslu A-ONE matstækisins. Matstækið byggir á kvörðum til að meta færni við daglegar athafnir og þau taugaeinkenni sem draga úr framkvæmd við iðju.
Endurmenntunarnámskeið fyrir iðjuþjálfa um A-ONE matstækið og kenninguna sem það byggir á hafa verið haldin reglulega í ellefu löndum Evrópu, Norður Ameríku, Asíu og Ástralíu og fleiri lönd eru á dagskránni á næstunni, auk þýðinga námsefnis og kennslubóka. Yfir þrjú þúsund iðjuþjálfar hafa þegar setið námskeiðin. Fjallað hefur verið um
matstækið í öllum helstu fagbókum iðjuþjálfa sem tengjast mati á athöfnum daglegs lífs og taugaeinkennum, síðustu tvo áratugi. Erlendir
iðjuþjálfar hafa einnig komið í sérstakar heimsóknir til Íslands til að kynna sér starfsemina á Íslandi.
Kvarðarnir eru raðkvarðar og henta vel til að meta og lýsa ástandi og veita þannig nothæfar upplýsingar til íhlutunar. Hins vegar henta raðkvarðar ekki til að mæla breytingar á ástandi og því hafa sumar rannsóknanna beinst að því að breyta matstækinu í mælitæki.
Auk þess að vera með veggspjöld verður boðið upp á lifandi kynningu þar sem sýningargestum gefst kostur á að prófa ýmis verk út frá þeirri forsendu að einhver tiltekin röskun í taugakerfi sé fyrir hendi. Sum verkefnin sem fólk fær að prófa að takast á við tengjast þeim verkum sem sýnd eru með ljósmyndum á veggspjöldunum.
Veggspjöldin fjalla um fræðigrunn þeirrar þekkingar sem flutt hefur verið úr landi, tengsl klínískrar vinnu og rannsóknarvinnu í þróun matstækisins, mismunandi tegundir rannsókna sem gerðar hafa verið til að
þróa matstækið m.a. annars yfir í mælitæki. Einnig fjalla þau um útbreiðslu A-ONE matstækisins (heimsmynd) ásamt samantekt á fjölda námskeiða, erlendra kennara, landa sem koma við sögu og nemenda. Ýmsar aðrar upplýsingar verða týndar til s.s.um útbreiðslu á kennsluefni og fræðum.