Fjórtán iðjuþjálfar rita í bókina "Iðja heilsa og velferð: Iðjuþjálfun í íslensku samfélagi" sem gefin hefur verið út af Háskólanum á Akureyri (HA). Sigrún Garðarsdóttir, yfiriðjuþjálfi á Grensási, er einn höfundanna en hver og einn þeirra er sérfræðingur á sínu sviði.
Bókin er fyrsta fræðilega ritið um iðjuþjálfun á íslensku. Ritstjórar hennar eru Guðrún Pálmadóttur, dósent við HA og Snæfríður Þóra Egilson, prófessor við HA. Bókin lýsir þróun, hugmyndum og fræðasýn iðjuþjálfafagsins, starfsvettvangi iðjuþjálfa og vinnu þeirra með ólíkum hópum notenda.
Bókin er ætluð nemum í iðjuþjálfun, starfandi iðjuþjálfum og öðru fagfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Lögð er áhersla á að veita heildstæða sýn á samspil einstaklings, umhverfis og iðju og auk þess aðgengilegar og áhugaverðar upplýsingar sem gagnast almennum lesendum.
Mynd: Sigrún Garðarsdóttir, yfiriðjuþjálfi á Grensási, er einn höfunda iðjuþjálfunarbókarinnar