Viðar Magnússon hefur verið ráðin yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Ráðning hans á Landspítala er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd Landlæknisembættis og viðtala.
Viðar er sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Hann hefur starfað í Noregi á sjúkrahúsinu Asker /Bærum, Oslo Universitetssykehus og var einnig um tíma læknir á Legeambulansen í Osló.
Síðasta ár hefur Viðar starfað í London við bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa á vegum London´s Air Ambulance. Auk þessa hefur Viðar MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað sem rekstrarráðgjafi á vegum McKinsey & Co.