Fornleifarannsóknir standa yfir á lóð Landspítala Hringbraut í kjölfar lokaðs útboðs sem fram fór í júlí 2011. Samið var við fyrirtækið Antikva sem átti lægsta tilboðið. Gert er ráð fyrir að uppgreftrinum ljúki í október. Hann tengist undirbúningi að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut.
Líklegt er talið að leifar tómthúsbýlisins Grænuborgar sé að finna vestast í túninu framan við gamla Landspítalann. Gísli Gíslason og Sigríður Hinriksdóttir byggðu býlið Grænuborg um 1830 og stóð bærinn allt til ársins 1918. Síðar var barnaheimilið Grænaborg reist þar nálægt.
Mynd að ofan: Fornleifafræðingarnir Sólrún Inga Traustadóttir, Lilja Laufey Davíðsdóttir, Lísabet Guðmundsdóttir og Albína Hulda Pálsdóttir. Þær vinna undir stjórn Völu Bjargar Garðarsdóttur fornleifafræðings.
Myndir fyrir neðan:
A. Ýmislegt smálegt hefur fundist við uppgröftinn, svo sem brot úr postulínsdiskum og ílátum úr gleri, skæri og sverð sem hefur væntanlega verið haft til skrauts.
B. Nokkrar litlar flöskur hafa fundist við uppgröftinn. Í þessari er vökvi en ekki vitað hvers konar, kannski meðal?
Á Facebook:
Hægt er að fylgjast með gangi uppgraftrarins framan við Landspítalann á Facebook (leita að "Grænaborg").
Tengt efni:
Vefur um nýjan Landspítala