Stofnaður hefur verið styrktarsjóður bráðasviðs Landspítala í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið laugardaginn 20. ágúst 2011.
Rúmlega 70 góðgerðarfélög eru skráð til þátttöku í áheitasöfnun. Því fé sem safnast verður varið til tækjakaupa á bráðamóttöku í Fossvogi.
Hægt er að heita á þá hlaupara sem hafa valið að hlaupa í þágu góðs málefnis en allar nánari upplýsingar um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka má finna á www.marathon.is.
Hægt er að velja mismunandi vegalengdir, þ.e. 3 kílómetra skemmtiskokk eða barnahlaup, 10 kílómetra, 21 kílómetra hálfmaraþon, maraþon eða boðhlaup (42,2 km).