Endurhæfing LR, Laugarásvegi 71 og World Class staðfestu 8. júní 2011 áframhaldandi samstarf. Það felur í sér að World Class gefur þjónustuþegum endurhæfingar LR kort í stöðvar sínar sem þeir hafa nýtt sér.
Samstarfið hefur gengið mjög vel og af því verið góður ávinningur fyrir þá sem hafa að því komið. Verkefnið hófst árið 2007 og hafa rúmlega 40 einstaklingar tekið þátt í því. Skipulagðar líkamsræktarferðir hafa haft jákvæð áhrif á líkamlegt og tilfinningalegt atgervi þátttakenda.
Mynd: Björn Leifsson eigandi World Class og Gígja Þórðardóttir tengiliður World Class, ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum fyrirtækisins, með starfsfólki endurhæfingar LR á Laugarásvegi.