Lionsklúbburinn Freyr hefur fært sjúkraþjálfun á Landspítala Grensási þjálfunarhjól. Gjöfin var afhent 25. maí 2011.
Þetta er tölvustýrt sethjól með góðum bakstuðningi sem gerir einstaklingum sem ekki geta setið á venjulegu þrekhjóli mögulegt að sitja og hjóla. Tölvubúnaður í tækinu stjórnar mismunandi þjálfunarprógrömmum, þyngd og hraða og einnig er innbyggður hjartsláttarmælir í því.