Elísabet hóf störf við talmeinaþjónustu spítalans árið 2008. Hún starfaði 1989-1990 sem talmeinafræðingur við Nova Scotia Speech and Hearing Clinic, North Sydney Hospital , Nova Scotia, á Grensásdeild 1990-1993, á Reykjalundi 1993-2008 og var sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur frá 1990 -2000. Elísabet hefur sinnt stundakennslu við heilbrigðisvísindadeild HÍ ásamt stundakennslu við aðrar deildir og við Endurmenntun HÍ.
Elísabet Arnadóttir lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1986 og M.A. prófi í talmeinafræði frá Indiana University árið 1989.
Sigríður Magnúsdóttir, sem starfað hefur sem yfirtalmeinafræðingur hjá Landspítala frá 1996, mun starfa áfram við talmeinaþjónustu spítalans auk þess sem hún er dósent við læknadeild HÍ þar sem hún kennir og vinnur að uppbyggingu meistaranáms í talmeinafræði við deildina.