"Nýsköpun og rekstur lækningatækja" er yfirskrift heilbrigðistæknidags sem er boðaður af Heilbrigðistæknifélagi Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Landspítala fimmtudaginn 19. maí 2011. Fundarstjóri verður Kristján Erlendsson, framkvæmdastjóri vísinda-, mennta- og gæðasviðs á Landspítala. Heilbrigðistæknidagur er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
- Fundarstaður er fyrirlestrasalurinn Betelgás (V1.02) í Háskólanum í Reykjavík
- Veggspjöld og sýningarstandar í Sólinni, miðju Háskólans í Reykjavík
- Þátttakendur eru beðnir um að tilkynna komu sína í tölvupóstfangið skraning@ru.is
Dagskrá
13:30-13:40 Ávarp
-Gunnar Guðni Tómasson, deildarforseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík
Rekstur lækningatækja
13:40-14:00 Öryggi og hagkvæmni í rekstri línuhraðla
-Garðar Mýrdal, geislaeðlisfræðideild, LSH
14:00-14:20 Eftirlit röntgentækja
-Guðlaugur Einarsson, Geislavarnir ríkisins
14:20-14:40 Gæðakerfi Blóðbankans
-Ína B. Hjálmarsdóttir, Blóðbankinn, LSH
14:40-15:20 Kaffi. Kynnig fyrirtækja og veggspjaldasýning.
Nýsköpun
15:20-15:40 Vöruþróunarferli á gervifótum hjá Össuri
-Guðfinna Halldórsdóttir, Össur hf
15:40-16:00 Þróunarstarf hjá Nox Medical
-Sveinbjörn Höskuldsson, Nox Medical ehf
16:00-16:20 Þróun súrefnismettunarmælis fyrir augu
-Einar Stefánsson, Oxymap ehf
16:20-16:40 Heilaritsgreiningar Mentis Cura og samstarf við heilbrigðisstofnanir
-Halla Helgadóttir, Mentis Cura ehf