Krabbameinslækningadeild 11E fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi kennslu hjúkrunar- og sjúkraliðanema sem voru afhent á vorfundi deildarstjóra 3 maí 2011.
Undanfarin ár hefur mennta- og starfsþróunardeild Landspítala gert kannanir á afstöðu nemenda til klínísks náms á spítalanum. Í þessum könnunum er m.a. spurt um námstækifæri, líðan í náminu og hvort nemendum finnist þeir hafa lært mikið.
Krabbameinslækingadeild 11E hefur ávallt komið vel út úr þessum könnunum.
Ljósmynd: Steinunni Ingvarsdóttur, deildarstjóri á krabbameinslækningadeild 11E, ásamt nokkrum hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum