Örninn hefur fært deild 12 á Landspítala Kleppi að gjöf tvö reiðhjól sem sjúklingar í endurhæfingu fá til afnota.
Reiðhjólin voru afhent 4. maí 2011 sem fór vel á því þann dag hófst einmitt landsátakið "hjólað í vinnuna". Auk þess var þetta afmælisdagur eins af sjúklingum á deildinni en hugmyndin að því að fá reiðhjól vaknaði í samtali hans og Jórunnar Frímannsdóttur hjúkrunarfræðings þar sem fram kom að hefði unnið fjallahjólakeppni fyrir nokkrum árum. Þessi maður tók annað hjólið í notkun og fór fyrsta hjólatúrinn með starfsmanni. Annar sjúklingur á deild 12 skrapp svo heim á hinu hjólinu í stað þess að fara akandi. Rausnarleg gjöf Arnarins er þannig strax farin að gagnast vel og búist við að reiðhjólin eigi eftir að verða mikið á ferðinni í sumar.
Ljósmynd:
Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur á deild 2 á Kleppi og Víðir Jóakimsson starfsmaður þar tóku við reiðhjólunum af Jóni Þór Skaftasyni, verslunarstjóra Arnarins og Ragnari Þór Ingólfssyni, starfsmanni Arnarins.