Hafinn er undirbúningur að þverfaglegri ráðstefnu kvenna- og barnasviðs sem haldin verður 21. október 2011 í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Ráðstefnan er fyrir starfsfólk sviðsins og annað fagfólk og yfirskrift er „Fjölskyldan og barnið“.
Leitað er tillagna um fyrirlestra eða veggspjöld á ráðstefnuna. Gert er ráð fyrir að hvert erindi verði 15-20 mínútur.
- Heiti og lýsing á erindi eða veggspjaldi sendist fyrir 30. apríl til Valgerðar Lísu Sigurðardóttur: valgerds@landspitali.is
Í undirbúningshópnum eru eftirfarandi starfsmenn Landspítala:
Anna Ólafía Sigurðardóttir, sérfræðingur í hjúkrun, Anna Sigríður Vernharðsdóttir ljósmóðir, Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingur, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, ritari/aðstoðarmaður framkvæmdastjóra, Valgerður Lísa Sigurðardóttir ljósmóðir og Þórður Þórkelsson, yfirlæknir nýburalækninga.