Tómas Guðbjartsson yfirlæknir á Landspítala og prófessor í skurðlæknisfræði hlaut kennsluverðlaun Félags læknanema sem afhent voru á árshátíð þess 19. mars 2011. Tómas fékk þau ummæli að hann héldi uppi líflegri kennslu og væri eftirsóttur leiðbeinandi í rannsóknarverkefnum læknanema. Hann hafi einnig átt þátt í
endurskipulagningu á námi í skurðlæknisfræði sem hafi mælst vel fyrir hjá nemendum.
Unglæknaverðlaun Félags læknanema hlaut Ásta Dögg Jónasdóttir og Þuríður Pálsdóttir, verkefnisstjóri á heilbrigðisvísindasviði, heiðursverðlaunin.