Aðalfundur Samtaka um sárameðferð (SUMS) verður haldinn miðvikudaginn 16. mars 2011 í Hringsal á Landspítala Hringbrauta. Fundurinn hefst kl 16:15 með aðalfundarstörfum sem standa um 20 mínútur. Í kjölfarið verða 2 fræðsluerindi:
- Baldur Tumi Baldurson sérfræðilæknir fjallar um nýja aðferð til að græða sár með afurð úr fiskroði. Baldur Tumi starfar á húð- og kynsjúkdómadeild LSH auk þess að vera umsjónarmaður klínískra rannsókna hjá nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis.
- Guðbjörg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur, sérfræðingur í sárum og sárameðferð, ræðir um áhugavert klínískt tilfelli.
Allir áhugasamir eru velkomnir á fundinn.
Seljendur sáravöru verða með sýningu á vörum sínum meðan á fundi stendur.