Niðurstöður Ríkisendurskoðunar í nýrri endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Landspítala fyrir árið 2009 eru í langflestu mjög jákvæðar.
Í skýrslunni er farið yfir niðurstöður fjárhagsendurskoðunar fyrir það ár. Gerð er grein fyrir helstu atriðum í rekstri spítalans, fjárhagsstöðu og fjárheimildum eins og þau birtast í ársreikningi 2009. Greint er frá framkvæmd endurskoðunarinnar, athugasemdum og ábendingum. Framkvæmdastjórn Landspítala hefur fjallað um endurskoðunarskýrsluna og lýsir ánægju með þær upplýsingar og umfjöllun sem í henni er að finna.