Skipaður hefur verið stýrihópur um vörustjórnun Landspítala og þrír vinnuhópar myndaðir um vöruframboð, vörudreifingu og upplýsingakerfi. Hóparnir skila fyrstu niðurstöðum með áfangaskýrslu í lok mars 2011. Vörustýringarverkefnið leiðir Benedikt Olgeirsson aðstoðarforstjóri.
Á þessu ári verður lögð mikil áhersla á greiningu og umbætur á vörustjórnunarferli Landspítala og er sú vinna tengd stefnumörkun spítalans um skilvirka verkferla. Markmiðið með vörustýringarverkefninu er að styrkja alla umgjörð um aðfangakeðju spítalans, auka skilvirkni, bæta upplýsingagjöf um vörunotkun og lækka kostnað við innkaup og vörustjórnun. Stýrihópurinn mun í apríl gera ítarlega eins árs áfangaskipta verkáætlun um úrbætur á verkferlum, upplýsingakerfum og skipulagi og fylgja þeirri áætlun eftir.
Senda ábendingar og hugmyndir
Stýrihópur um vörustjórnun hvetur starfsmenn til þess að að senda ábendingar og hugmyndir á meðlimi hópsins - sjá kynningu á verkefninu (pdf).