Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfi hjúkrunardeildarstjóra á taugalækningadeild B2 á lyflækningasviði til 31. júlí 2011 en Margrét Rögn Hafsteinsdóttur fráfarandi deildarstjóri er farin er til starfa í Jerúsalem á vegum íslensku friðargæslunnar.
Guðrún Jónsdóttir lauk B.S. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og meistaranámi í hjúkrunarfræði, með áherslu á stjórnun, frá sama háskóla í október 2010. Guðrún hefur víðtæka starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingur. Hún starfaði sem deildarstjóri á lungnadeild A6 frá ágúst 2008 til júlí 2010, sem hjúkrunarfræðingur á hjartadeild 14E frá júní 2006, sem hjúkrunarforstjóri á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Silfurtúni frá júní 2004 til maí 2006, í miðstöð heimahjúkrunar sem hjúkrunar- og hverfisstjóri frá janúar 2002, á lungnadeild Vífilstaðaspítala frá janúar 1999 til desember 2001 og á hjúkrunardeild Vífilstaðaspítala frá júní 1994 til janúar 1999.