Sálgæsla presta og djákna á Landspítala verður með fræðsludag fimmtudaginn 17. febrúar 2011 í Hringsal á Landspítala Hringbraut.
DAGSKRÁ:
10:00-10:20
Sigfinnur Þorleifsson: Kynning á sálgæslu presta og djákna á LSH
10:20-11:00
Ingileif Malmberg: Þegar heilsan verður að kveðju - Að missa á meðgöngu
11:00-11:40
Vigfús Bjarni Albertsson: Sorgin í barnafjölskyldum - Samfylgd við greiningu á krabbameini - Reynsla af stuðningshópum fyrir foreldra inniliggjandi unglinga og barna á BUGL
11:40-12:20
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir: Að lofa hvern dag sem kemur - Andlegar og trúarlegar þarfir þeirra sem þiggja líknarmeðferð
12:20-13:00 Hádegishlé
13:00-13:40
Bragi Skúlason: Líf eftir dauðann - Líf ekkla eftir makamissi
13:40-14:00
Umræður