Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, heimsótti nokkrar deildir á Landspítala 8. febrúar 2011, ásamt þingmönnunum Ólöfu Nordal og Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Friðjóni R. Friðjónssyni, aðstoðarmanni sínum, en nú stendur yfir kjördæmavika á Alþingi. Þingmennirnir kynntu sér starfsemi á bráðamóttöku, skurðdeildum og lungnalækningadeild í Fossvogi og rannsóknardeildum og Hjartagátt við Hringbraut.
Heimsókninni lauk með fundi þingmannanna, Björns Zoëga, forstjóra Landspítala, Benedikts Olgeirssonar aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóranna Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, Lilju Stefánsdóttur og Vilhelmínu Haraldsdóttir. Þar gerðu heimamenn grein fyrir starfsemi spítalans og svöruðu fyrirspurnum gestanna.