Landspítali og St. Jósefsspítali í Hafnarfirði sameinast 1. febrúar 2011 undir nafni Landspítala og hefur velferðarráðherra undirritað reglugerð þess efni. Um leið verður hjúkrunarheimilið Sólvangur skilið frá St. Jósefsspítala og rekið sem sjálfstæð stofnun.
Verkefnisstjórn, skipið fulltrúum beggja spítalanna, hefur kynnt velferðarráðherra tillögur að framvindu og fyrirkomulagi við sameininguna þar sem er meðal annars lögð áhersla á að sem flestu starfsfólki verði gefinn kostur á að starfa áfram á sameinuðu sjúkrahúsi, fagleg þekking haldist og þjónusta við sjúklinga verði áfram góð. Verkefnisstjórnin gerir ráð fyrir að legudeild almennra lyflækninga verði áfram í húsnæði St. Jósefsspítala en skurðstofustarfsemin, handlækningadeild og meltingarlækningar flytjist á Landspítala í Reykjavík.
Forstjóri sameinaðrar stofnunar verður Björn Zoëga.
Árna Sverrissyni, forstjóra St. Jósefsspítala, hefur verið falið að gegna starfi framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs.
Vefur St. Jósefsspítala-Sólvangs
Reglugerð og nánari upplýsingar á vef velferðarráðuneytisins