Kiwanisklúbburinn Eldborg í Hafnarfirði afhenti sjúkraþjálfun á Grensási að gjöf 6 raförvunartæki 19. janúar 2011. Um er að ræða eitt raförvunartæki til að örva vöðvavirkni í ýmsum lömuðum vöðvum, s.s. öxl og hendi og 5 sérhönnuð raförvunartæki fyrir ökkla til að bæta göngufærni. Tækin koma að mjög góðum notum en þau henta sérstaklega vel fyrir einstaklinga sem hafa fengið heilablóðfall eða aðra skaða í miðtaugakerfi.
Leit
Loka