Styrktarfélagið Líf heldur opinn fyrirlestur um meðgöngusykursýki í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 2. febrúar 2011, kl. 12:00-13:00.
Meðgöngusykursýki eða sykursýki sem greinist fyrst á meðgöngu, er vaxandi vandamál um heim allan. Þessi tegund sykursýki kemur oftast fram á seinni hluta megöngunnar og getur meðal annars haft þau áhrif að fóstrið stækkar of mikið. Þegar slíkt gerist verður barnið þungburi (of þungt). Það getur valdið ýmsum erfiðleikum við fæðinguna. Stærsti áhættuþáttur fyrir meðgöngusykursýki er offita og ofþyngd en einnig getur sykursýki legið í fjölskyldum og þannig verið um arfbundna tilhneigingu að ræða.
Dagskrá:
Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild LSH, ræðir orsakir, afleiðingar og meðferð meðgöngusykursýki.
Ómar Sigurvin Gunnarsson, læknakandidat, kynnir faraldsfræði og niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar sem hann gerði og ber saman við erlendar niðurstöður.
Júlía Linda Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í mæðravernd LSH, talar um mæðravernd hjá konum með meðgöngusykursýki.
Fundarstjóri er Þóra Steingrímsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á LSH og yfirlæknir í mæðravernd heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.