María Jóna Hreinsdóttir, ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningar á Landspítala, var meðal þeirra sem forseti Íslands veitti heiðursmerki hinnaar íslensku fálkaorðu á nýársdag 2011. Hún hefur starfað á spítalanum í 30 ár og hlaut riddarakross fyrir brautryðjendastörf í þágu fósturgreiningar og ljósmóðurfræða. María hefur verið burðarás í uppbyggingu ómskoðunarþjónustu fyrir þungaðar konur í landinu í nærfellt þrjá áratugi með miklu framlagi til skipulags og framkvæmda í tengslum við þennan mikilvæga þátt barneignaþjónustunnar og þá ekki aðeins á spítalanum heldur einnig á landsvísu.
Leit
Loka