Spron sjóðurinn hefur fært endurhæfingardeild Landspítala Grensási 30 milljónir króna að gjöf til kaupa á endurhæfingartækjum. Tilkynnt var um gjöfina á Þorláksdag 2010 en þá var úthlutað 340 milljónum króna úr sjóðnum til mennta-, menningar- og góðgerðarmála. Í kjölfarið var sjóðnum slitið en hann varð til við breytingu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í hlutafélag í október 2007. Svæfingardeildin á Landspítala Hringbraut fékk einnig úr Spron sjóðnum 30 milljónir króna til að endurnýja alla vaktara á deildinni.
Leit
Loka