í Blásölum í Fossvogi miðvikudaginn 1. desember 2010.
Viðurkenningarnar voru veittar eftir tilnefningar frá læknakandídötum og var það nú gert í fjórða sinn. Friðbjörn R. Sigurðsson krabbameinslæknir og Friðrik Elvar Yngvason sérfræðingur á bráðasviði hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi klíníska kennslu í daglegu starfi á deildum og á vöktum. Friðrik Elvar var fjarstaddur.
Viðurkenningarnar voru veittar á jólaskemmtun kandídata sem haldin er árlega í byrjun desember. Dannaða bandið kom og spilaði nokkur létt lög, kynntur var umræðuvettvangur fyrir kandídata og Friðbjörn R. Sigurðsson flutti fyrirlestur um starf sitt á Haítí. Auk andlegrar næringar var boðið upp á heitt súkkulaði og jólbakkelsi.