Benedikt Olgeirsson hefur verið ráðinn í nýtt starf aðstoðarforstjóra Landspítala.
Aðstoðarforstjóri mun hafa með höndum margþætt verkefni sem snúa m.a. að innleiðingu á stefnu spítalans, framþróun starfseminnar til að stuðla að öryggi, gæðum og hagkvæmni, gerð langtímaáætlana og samhæfingar á þjónustuþáttum. Starfið heyrir undir forstjóra.
Við val á aðstoðarforstjóra var lögð áhersla á að fá til liðs við Landspítala öflugan, reyndan og farsælan stjórnanda úr atvinnulífinu.
Benedikt tók verkfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 1986 og í framhaldi af því mastersgráðu í verkefnastjórnun frá Universtity of Washington í Seattle í Bandaríkjunum.
Benedikt starfaði í nokkur ár við verkefnastjórnun í mannvirkjagerð áður en við tóku 10 ár hjá Eimskipafélaginu. Hann var forstöðumaður flutningamiðstöðvar í Sundahöfn í fjögur ár og í tæp tvö ár forstöðumaður innanlandsflutninga. Þar leiddi hann umfangsmiklar breytingar og uppbyggingu á starfseminni. Benedikt var síðan í tæp 5 ár í Þýskalandi sem framkvæmdastjóri Eimskips í Hamborg.
Frá 2004 til 2005 var Benedikt Olgeirsson framkvæmdastjóri Parlogis sem annast víðtæka vörustjórnun fyrir heilbrigðisgeirann á Íslandi. Frá þeim tíma til loka árs 2009 var hann í framkvæmdastjórn Atorku. Þar bar hann m.a. ábyrgð á umbreytingaverkefnum ásamt því að sitja í stjórnum fyrirtækja í eigu Atorku.
Benedikt hefur störf á Landspítala þann 1. desember 2010.
Umsækjendur
Umsækjendur um starf aðstoðarforstjóra Landspítala voru 19 en 3 drógu umsókn sína til baka. Umsóknarfrestur rann út 30. október 2010.
Ágústa Bárðardóttir, MBA
Ásgrímur Skarphéðinsson, rafeindatæknifræðingur
Ásrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri
Benedikt Olgeirsson, framkvæmdastjóri
Bergur Steingrímsson, viðskiptafræðingur
Dagný Halldórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri
Harpa Dís Birgisdóttir, geislafræðingur
Haukur Arnþórsson, ráðgjafi
Haukur Þór Haraldsson, rekstrarráðgjafi
Ingólfur Sveinsson, skrifstofu- og fjármálastjóri
Jóhannes Ágústsson, viðskiptastarfsemi
Jón Hermann Karlsson, viðskiptafræðingur
Jónína Kristjánsdóttir, viðskiptafræðingur
Jónína Waagfjörð, sjúkraþjálfari
Magnús Þór Gylfason, viðskiptafræðingur
Ólafur Helgi Halldórsson, framkvæmdastjóri