Fræðslufundir á vegum rannsóknarstofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum – RHLÖ í nóvember og desember 2010
Haldnir í kennslusalnum á 7. hæð á Landakoti á fimmtudögum kl. 12:30 til 13:15. Fundirnir eru sendir út með fjarfundabúnaði.
4. nóvember
Hegðunarbreytingar og geðræn einkenni hjá sjúklingum með heilabilun og álag sem slík einkenni hafa á aðstandendur.
-Sólveig Rósa Davíðsdóttir sálfræðingur og klínískur rannsakandi á geðsviði Landspítala
11. nóvember
Langvinn fótasár á Íslandi, tíðni, greining og meðferð
-Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur á sáramiðstöð Landspítala
18. nóvember
Þjónustuúrræði fyrir aldraða
-Steinunn Kristín Jónsdóttir, félagsráðgjafi
25. nóvember
Hjartsláttartruflanir og gangráðar
-Davíð O. Arnar hjartalæknir
2. desember
Rússnesk alþýðutónlist – tóndæmi og myndir
-Konstantín Shcherbak, læknir og tónlistarmaður