Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins kynnti sér starfsemi nokkurra deilda á Landspítala 26. október 2010 í kjördæmaviku þingmanna. Þingmennirnir fræddust um bæklunarlækningar, heila- og taugaskurðlækningar, gjörgæslu, skurðstofur og taugadeild í Fossvogi og síðan blóð- og krabbameinslækningar við Hringbraut en þar var einnig farið á rannsóknarstofur. Heimsókninni lauk á Eiríksstöðum þar sem forstjóri ræddi um rekstur Landspítala og tækifæri gafst til að skipast á skoðunum.
Mynd: Hlíf Steingrímsdóttir yfirlæknir sýndi þingmönnunum dagdeild blóð- og krabbameinslækninga við Hringbraut og geisladeildina