Í byrjun sumars kom Sigurður Guðmundsson fv. skólastjóri og íþróttakennari með fríðu föruneyti og færði Grensásdeildinni að gjöf 14 pör af vönduðum stöfum til stafagöngu. Sigurður hafði notið þjónustu deildarinnar í vetur og vildi með þessu sýna þakklætisvott.
Hann lagði áherslu á að með réttri notkun stafanna megi öðlast aukinn styrk ásamt fjölþættri þjálfun sem getur komið að góðu gagni fyrir skjólstæðinga deildarinnar.
Styrktaraðilar að framtakinu auk Sigurðar eru:
Íslensku Alparnir ferðaverslun
66°Norður
Rúmfatalagerinn
Mjólkursamsalan
Guðni Ágústsson
Ólafur Gränz.
Stafirnir hafa komið að góðum notum og eru notaðir í daglegum gönguhópi skjólstæðinga deildarinnar