Aðalheiður Valgeirsdóttir opnar málverkasýningu í K-byggingu á Landspítala fimmtudaginn 8. júlí 2010.
Á henni eru olíumálverk frá árunum 2003 - 2009 sem eiga það sameiginlegt að fjalla um flæði tímans. Sýningin verður opin til 10. október 2010.
Sýningin er á vegum listmuna- og minjanefndar spítalans. Lengi hefur staðið til að nýta gott veggpláss og góða birtu í K-byggingu og halda þar listaverkasýningar, sjúklingum, gestum og starfsmönnum Landspítala til gleði og uppörvunar.
Aðalheiður er fædd í Reykjavík 1958.
Nám: Menntaskólinn við Hamrahlíð, stúdentspróf 1978,
Myndlista-og handíðaskóli Íslands, grafíkdeild 1978-1982, ýmis námskeið á sviði myndlistar.
Stundar nám í listfræði við Háskóla Íslands.
Fjöldi einkasýninga, m.a.:
2009 Tímaljós, Listasafn ASÍ, Ásmundarsalur
2007 Vendipunktar, Gallerí Turpentine, Reykjavík
2006 Staðarlistamaður, Skálholti
2005 Viðskiptaráð Íslands (vinnustaðasýning)
2005 Tímaflæði, Studio-Grettisgata 3, Reykjavík
2005 Artótek, Borgarbókasafni, Reykjavík
2002 Lífið, tíminn, eilífðin, Hallgrímskirkja, Reykjavík
2001 Lífsmynstur, Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Kópavogur
Aðalheiður hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum, m.a.:
2008 Artótek, Borgarbókasafni. Kristín Marja Baldursdóttir valdi verkin
2007 Mynd mín af Hallgrími, Hallgrímskirkja, Reykjavík
2004 Jubileum, The Nordic Art, Seinajoki Art Gallery, Finnland
2004 Grafík á Austurlandi, Skriðuklaustri
2003 Meistari Jakob afmælissýning, Norræna húsið, Reykjavík
2003 GÍF, Grænland, Ísland,Færeyjar, grafíksýning, Listaskálinn, Þórshöfn Færeyjar
2003 CAF Modern Art Museum, Saitama, Japan
2002 GÍF Hafnarborg, Hafnarfjörður
2002 Lilla Europa 2002, Hallsberg og Örebro, Svíþjóð
2002 Non Art, Kulturspinderiet, Silkeborg, Danmörk
2002 Köbenhavns amt gallery, Glostrup, Danmörk
Skylt efni:
Landspítali í 80 ár - sögusýning