Kerfið byggir á tækjum sem mæla almenna og sérhæfða hjúkrunarþjónustu, geðheilbrigðisþjónustu og bráða- og göngudeildarþjónustu ásamt mönnunarupplýsingum við hjúkrun og mælitækis sem mælir vinnuálag hjúkrunarfræðinga.
Hjúkrunardeildarstjórar og aðrir stjórnendur geta notað RAFAELA sjúklingaflokkunarkerfið til að taka ákvarðanir um mönnun deilda í rauntíma. Kerfið er vel staðfest með rannsóknum og hægt að nálgast niðurstöður þeirra í rafrænum gagnagrunnum. Niðurstöður þessara rannsókna sýna að RAFAELA kerfið metur af áreiðanleika vinnuálag á hjúkrunarfræðing, hjúkrunarþyngd á sjúkling ásamt ásættanlegu hjúkrunarstigi á hvern hjúkrunarfræðing (optimal nursing care intensity level).
Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala hefur stofnað stýrihóp til að sjá um framkvæmd verkefnisins ásamt verkefnastjóra. Byrjað verður í haust að prófa/innleiða kerfið á fjórum deildum á lyflækningasviði og skurðlækningasviði. Áætluð innleiðing á 25 deildir Landspítala tekur 2-3 ár.
Anne Kanerva, framkvæmdastjóri Rafaela verkefnisins og Annette Vaini-Antila, forstjóri upplýsinga- og samskiptatækni hjá FCG, komu til landsins til að ganga frá samningnum við Landspítala. Annette Vaini-Vantila skrifaði undir fyrir hönd FCG og Björn Zoëga forstjóri fyrir hönd Landspítala.