Kæru samstarfsmenn!
Leyfi mitt rennur út 1. október og ég hef ákveðið að segja upp starfi mínu sem forstjóri Landspítala frá 1. júli 2010.
Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur fyrir frábærar móttökur sem einkenndust af því að þið mættum mér með opnum huga. Það gerði okkur kleift að ná góðum árangri bæði faglega, fjárhagslega og ekki minnst að setja sjúkrahúsið i þann farveg sem það er nú.
Með góðri samvinnu og kraftmiklu starfi tókst okkur að tryggja byggingu "nýs Landspítala" og þar með áframhaldandi góða meðferð, umönnum og framþróun visinda og kennslu á háskólasjúkrahúsinu i þágu allra landsmanna.
Ég hef fylgst með ykkur ír gegnum fjölmiðla og verið i góðu sambandi við Björn Zoëga. Þið megið svo sannarlega vera stolt af ykkar árangri. TIL HAMINGJU!
Landspítali stenst samanburð við fremstu sjúkrahús i Evrópu og Bandaríkjunum. Í mínu starfi hér á háskólasjúkrahúsinu í Osló nota ég ykkur oft sem mælikvarða á gæði þjónustu og framfarir.
Þeir bestu geta alltaf orðið betri og ég veit að þið hafið eldhug og þor til að halda merkinu á lofti.
Mínar bestu kveðjur til ykkar allra. Takk fyrir frábæra samvinnu og þá vinnugleði sem þið gáfuð mér á hverjum degi það ár sem við unnum saman.
Hulda Gunnlaugsdóttir