Alþingi hefur samþykkt lög um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Samkvæmt þeim fær fjármálaráðherra heimild til þess að stofna opinbert hlutafélag til þess að bjóða út byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að ríkið fá húsnæðið svo leigt til langs tima.
Breið samstaða var um afgreiðslu málsins á Alþingi, 45 samþykktu frumvarpið, 2 greiddu ekki atkvæði en 14 voru fjarstaddir.
Í gær skiluðu hönnunarteymi tillögum sínum í samkeppni um nýja spítalann. Dómnefnd fer nú yfir tillögurnar og skilar niðurstöðum föstudaginn 9. júlí.
Skylt efni
Vefur um byggingu nýs Landspítala - www.haskolasjukrahus.is