Einnig gáfu Hringskonur púlssúrefnismæli af gerðinni Masimo. Þeir mælar eru mikið næmari en flestir aðrir við mat súrefnismagns blóðs við bráðaaðstæður. Mælirinn mun koma sér vel við mat á mikið veikum börnum eftir bráðakeisaraskurði. Jafnframt er í þessum mæli hugbúnaður sem símælir hemóglóbínmagn blóðsins auk þess að meta vökvajafnvægi sjúklings. Þannig mun þessi mælir einnig nýtast vel ef miklar blæðingar verða t.d. hjá sumum konum sem lenda í keisaraskurðum.
Hringurinn færir svæfingadeildinni á skurðstofum kvennadeilda gjafir
Hringurinn færði svæfingadeildinni barkaspegil sérhannaðan til notkunar við erfiðar barkaþræðingar og púlssúrefnismæli til notkunar hjá nýfæddum börnum.
Hringurinn hefur fært svæfingadeildinni á skurðstofum kvennadeildar góðar gjafir. Um er að ræða barkaspegil af gerðinni Glidescope. Umræddur barkaspegill er tengdur myndskjá og er sérhannaður til notkunar þegar ekki er gerlegt með venjulegum barkaspegli að barkaþræða sjúkling.