Guðrún Árnadóttir, iðjuþjálfi á Grensási, varði doktorsritgerð sína við iðjuþjálfunarbraut samfélagslækninga og endurhæfingar deildar Háskólans í Umeå í Svíþjóð 26. mars 2010. Ritgerðin heitir "Measuring the impact of body functions on occupational performance: Valdidation of the ADL-focused Occupationbased Neurobehavioral Evaluation (A-ONE)" Guðrún þróaði A-ONE matstækið í meistararitgerð sinni en það byggir á kvörðun til að meta færni við daglegar athafnir og þau taugaeinkenni sem draga úr framkvæmd við iðju.
Leit
Loka