Selma Guðnadóttir læknaritari hefur verið ráðin deildarstjóri nýrrar miðstöðvar um sjúkraskrárritun í Kópavogi.
Selma útskrifaðist sem læknaritari árið 1995. Hún hefur stundað nám til kennsluréttinda við Háskóla Íslands en auk þess lokið námi í þjóðfræði. Selma hefur starfað sem læknaritari frá árinu 1995 og sinnt kennslu í læknaritun frá 2004.
Miðstöð um sjúkraskrárritun í Kópavogi verður stærsta einstaka vinnueining læknaritara. Undirbúningur fyrir opnun hennar hefur staðið yfir frá því um áramót og tekur til starfa í maí.