Hringurinn kvenfélag hefur fært fósturgreiningardeild Landspítala að gjöf nýtt ómskoðunartæki. Það er af gerðinni Voluson E8, frá General Electric og er ný útgáfa af svipuðum tækjum sem fósturgreiningardeildin hefur notað síðastliðin 5 ár. Stjórnarkonur í Hringnum kvenfélagi afhentu tækið formlega á fósturgreiningardeildinni 31. apríl 2010.
Nýja tækið er með nýjustu útfærslur í þrívíddar og fjórvíddartækni sem er notuð í vaxandi mæli við fósturómskoðanir. Ný tegund af skjá og nýjasta tækni í ómhausum gefur enn skýrari og betri mynd til nákvæmari fósturgreiningar. Einnig er nýja tækið einstaklega hljóðlítið og býður upp á ýmiss konar aðlögun í vinnustellingum fyrir þann sem notar það.
Þetta tæki er það fjórða sem Hringurinn gefur deildinni og eru þau öll í notkun, þar af þrjú enn á fósturgreiningardeild en elsta tækið er notað á móttökudeild.