HEILBRIGÐAR LÍFS- OG FÆÐUVENJUR
Námskeið á vorönn 2010
Dagdeild og göngudeild átröskunar – Hvítabandi 2. hæð
Þriðjudaga kl. 13:00 – 14:30
Námskeiðið er byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og verður árvekni (mindfulness) lauslega kynnt fyrir þátttakendum. Farið verður yfir hegðun, hugsanir og tilfinningar sem tengjast átröskunum sem og ýmsa þætti sem raskast í sjúkdómnum, s.s. svengd, seddu, fæðuval og fæðulöngun. Markmið námskeiðsins er að koma á heilbrigðum fæðuvenjum samhliða því að skoða órökréttar hugsanir og læra tilfinningastjórnun.
Gréta næringarfræðingur og Sigurlaug sálfræðingur munu sjá um námskeiðið sem byggir á fræðslu, umræðum og verkefnavinnu. Námskeiðið er alls 11 skipti og mun hefjast þriðjudaginn 26. janúar og ljúka þriðjudaginn 13. apríl. Námskeiðsgjald er kr. 12.100 fyrir skjólstæðinga á göngudeild.
Dagskrá námskeiðsins:
26. janúar: Kynning á HAM og eðlilegu mataræði.
Mæting kl. 12:30 í fyrsta tíma til að fylla út spurningalista.
2. febrúar: Heilbrigðar fæðuvenjur - hvað er svengd og sedda?
9. febrúar: Svengd, sedda, fæðuval og fæðulöngun.
16. febrúar: Hugsanaskekkjur og boð og bönn í átröskunum.
23. febrúar: Átröskunarhugsanir tengdar mat og máltíðum og mótrök við þeim.
2. mars: Átröskunarhugsanir tengdar þyngd og líkamsvexti og mótrök við þeim.
9. mars: Tilfinningar – til hvers eru þær og hvaðan koma þær?
16. mars: Tilfinningastjórnun – hvernig tekst ég á við tilfinningar mínar á heilbrigðan hátt?
23. mars: Tilfinningar og matur.
30. mars: Að takast á við erfiðar aðstæður tengdar mat.
6. apríl: Páskafrí.
13. apríl: Bakslagsvarnir, sjálfsrækt og líkamsvirðing.
Skráning á atroskun@landspitali.is (taka fram nafn og kennitölu)
Vertu velkomin/n!